Willian leikmanni Arsenal hefur tekist að pirra stuðningsmenn félagsins all svakalega. Arsenal tók á móti Chelsa í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var á Emirates vellinum í Lundúnum.
Romelu Lukaku var í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn síðan hann kom aftur til félagsins og kom Evrópumeisturunum yfir á 15. mínútu eftir sendingu frá Reece James. Chelsea komst í 2-0 forystu 20 mínútum síðar þegar að Reece James hamraði boltann í netið eftir frábæran undirbúning Kai Havertz og Mason Mount.
Arsenal reynir að losna við Willian sem kom frá Chelsea fyrir rúmu ári síðan, eftir tap Arsenal í gær skellti Willian sér á Instagram og líkaði við færslu Chelsea um leikinn.
Stuðningsmenn Arsenal eru allt annað en sáttir við það að leikmaður félagsins setji „læk“ á færslu hjá liði sem var að vinna Arsenal.
„Riftið samningi við hann, núna,“ skrifar einn reiður stuðningsmaður Arsenal en líklegt er talið að Willian fari frá Arsenal á næstu dögum.