Stuðningsmenn Arsenal eru svekktir og reiðir þessa dagana og vilja margir losna við Mikel Arteta úr starfi knattspyrnustjóra. Arsenal tók á móti Chelsa í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var á Emirates vellinum í Lundúnum.
Romelu Lukaku var í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn síðan hann kom aftur til félagsins og kom Evrópumeisturunum yfir á 15. mínútu eftir sendingu frá Reece James. Chelsea komst í 2-0 forystu 20 mínútum síðar þegar að Reece James hamraði boltann í netið eftir frábæran undirbúning Kai Havertz og Mason Mount.
Arsenal var án Alexandre Lacazette í leiknum en Aubameyang byrjaði á bekknum og kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik. Það var úr litlu að moða fyrir heimamenn og Chelsea sóttu stigin þrjú í lok leiks. Chelsea hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu og er í 1. sæti með 6 stig. Arsenal er hins vegar stigalaust í 19. sæti eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum sem af er tímabils án þess að skora mark.
Stuðningsmenn Arsenal áreittu Mikel Arteta eftir leik þegar hann var að keyra í burtu frá Emirtaes vellinum, þeir báðu hann um að yfirgefa félagið í hvelli.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Arsenal fans telling Arteta to ‘do himself a favour’ and ‘please leave’ pic.twitter.com/0kumiAeCsF
— Project Football (@ProjectFootbalI) August 23, 2021