fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Stuðningsmenn áreittu Arteta þegar hann var að keyra – „Gerðu sjálfum þér greiða og farðu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Arsenal eru svekktir og reiðir þessa dagana og vilja margir losna við Mikel Arteta úr starfi knattspyrnustjóra. Arsenal tók á móti Chelsa í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var á Emirates vellinum í Lundúnum.

Romelu Lukaku var í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn síðan hann kom aftur til félagsins og kom Evrópumeisturunum yfir á 15. mínútu eftir sendingu frá Reece James. Chelsea komst í 2-0 forystu 20 mínútum síðar þegar að Reece James hamraði boltann í netið eftir frábæran undirbúning Kai Havertz og Mason Mount.

Arsenal var án Alexandre Lacazette í leiknum en Aubameyang byrjaði á bekknum og kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik. Það var úr litlu að moða fyrir heimamenn og Chelsea sóttu stigin þrjú í lok leiks. Chelsea hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu og er í 1. sæti með 6 stig. Arsenal er hins vegar stigalaust í 19. sæti eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum sem af er tímabils án þess að skora mark.

Stuðningsmenn Arsenal áreittu Mikel Arteta eftir leik þegar hann var að keyra í burtu frá Emirtaes vellinum, þeir báðu hann um að yfirgefa félagið í hvelli.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool