Reiður stuðningsmaður Arsenal tók sér stöðu nálægt Edu, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu, í tapleik gegn Chelsea í gær til þess að láta hann heyra það. Eiginkona Edu tók upp hanskann fyrir sinn mann.
Chelsea vann virkilega þægilegan 0-2 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum í gær.
Arsenal hefur nú tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Fyrri tapleikurinn kom gegn nýliðum Brentford.
Margir stuðningsmenn félagsins eru orðnir pirraðir á Mikel Arteta, stjóra liðsins. Arsenal hefur hafnað í áttunda sæti í deildinni tvö tímabil í röð. Sem stendur er ekki útlit fyrir að leiðin liggi upp á við í náinni framtíð.
Sem yfirmaður knattspyrnumála fær Edu einnig sinn skerf af gagnrýni. Hann hefur til að mynda mikið að segja þegar kemur að leikmannakaupum félagsins.
Hér fyrir neðan má sjá þegar reiði stuðningsmaðurinn kallaði í átt að Edu, sem og þegar eiginkona hans svaraði með því að reka upp miðfingurinn.
Fan having a go at Edu yesterday, then Edu’s wife gives him the 1 finger salute 🖕😂 pic.twitter.com/MzzcFZNK62
— Luke McMahon (@Lukesagooner) August 23, 2021