fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: West Ham fór illa með Leicester – Sjáðu hvernig Antonio fagnaði því að vera markahæstur í sögunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 20:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham vann öruggan sigur á Leicester á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Pablo Fornals kom heimamönnum yfir á 26. mínútu með marki eftir fyrirgjöf frá Said Benrahma.

Á 40. mínútu fékk Ayoze Perez, leikmaður Leicester, rautt spjald fyrir tæklingu á Fornals. Dómari leiksins notaðist við myndbandsdómgæslu til að komast að niðurstöðu.

Benrahma tvöfaldaði forystu West Ham á 56. mínútu. Caglar Soyuncu, miðvörður Leicester, átti þá slæma sendingu til baka beint á Michail Antonio, framherja West Ham. Hann lagði boltann á Benrahma sem skoraði.

Youri Tielemans minnkaði muninn fyrir gestina þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks.

Antonio kom West Ham þó í 3-1 á 80. mínútu með marki eftir sendingu frá Declan Rice. Með markinu tók hann fram úr Paolo Di Canio sem markahæsti leikmaður West Ham í úrvalsdeildinni. Hann fagnaði með því að lyfta útskornu pappaspjaldi af sjálfum sér á loft. Myndband af því má sjá neðst í fréttinni.

Antonio var aftur á ferðinni með mark á 84. mínútu. Undirbúninginn átti Vladimir Coufal.

Lokatölur urðu 4-1 í Lundúnum í kvöld. Frábær sigur West Ham sem er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Leicester hefur 3 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool