Arsenal er tilbúið að selja fyrirliða sinn Pierre-Emerick Aubameyang til að sækja sér fjármuni fyrir nýja leikmann. Hið virta blað Telegraph segir frá.
Þar segir að forráðamenn Arsenal muni ekki standa í vegi fyrir Aubameyang ef félag vill klófesta hann.
Ronald Koeman er sagður vilja fá Aubameyang til Barcelona en 350 þúsund punda launapakki framherjans er líklega of mikið fyrir Börsunga. Barcelona er í vandræðum með fjármuni en vilja styrkja lið sitt.
Aubameyang gerði nýjan samning við Arsenal fyrir tólf mánuðum og gerði hann að launahæsta leikmanni félagsins. Aubameyang hefur misst allan takt eftir það.
Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur áhuga á að halda í Aubameyang en ef hægt er að selja hann til að endurnýja hópinn frekar þá er Arteta klár í slaginn. Félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku og má búast við fjöri fram að því