Gareth Bale var í byrjunarliði Real Madrid sem sótti Levante heim í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Estadio Ciudad De Valencia vellinum.
Bale kom Real Madrid yfir eftir fimm mínútna leik eftir stoðsendingu frá Karim Benzema. Þetta var fyrsta mark Bale í spænska boltanum frá árinu 2019.
Levante sneri leiknum sér í vil í seinni hálfleik með tveimur mörkum á 11 mínútna kafla. Roger Martí minnkaði muninn á 46. mínútu og Campana jafnaði metin 11 mínútum síðar þegar hann skaut boltanum viðstöðulaust í fjærhornið af stuttu færi.
Vinicius Junior kom inn á sem varamaður fyrir Real Madrid og jafnaði á 73. mínútu eftir góða skyndisókn Madrid manna. Suarez Pier kom heimamönnum aftur í forystu á 79. mínútu en Vinicus Jr. reyndist bjargvættur Real Madrid þegar hann skoraði annað mark sitt í leiknum á 85. mínútu og jafnaði metin í 3-3. Aitor Fernandez, markvörður Levante, var rekinn af velli þegar að þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þurfti miðvörður liðsins, Ruben Vezo að fara í markið. Real Madrid tókst ekki að skora framhjá honum og lokatölur 3-3. Real Madrid er í 2. sæti með 4 stig eftir 2 leiki. Levante er í 8. sæti með 2 stig.
Athletico Madrid vann 1-0 sigur á heimavelli gegn Elche fyrr í dag. Ángel Correa skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. Athletico er í 1. sæti með fullt hús stiga eftir 2 leiki. Elche er í 16 sæti með 1 stig.
Lokatölur:
Levante 3 – 3 Real Madrid
0-1 Gareth Bale (‘5)
1-1 Roger Marti (’46)
2-1 Campana (’57)
2-2 Vinicius Jr. (’73)
3-2 Suarez Pier (’79)
3-3 Vinicius Jr. (’85)
Athletico Madrid 1 – 0 Elche
1-0 Ángel Correa (’39)