Harry Kane kom inn á sem varamaður í liði Tottenham sem vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Kane byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Son Heung-min á 72. mínútu við mikinn fögnuð Tottenham aðdáenda sem sungu nafn hans af innlifun.
Kane hefur verið orðaður við Man City í sumar og var ekk í leikmannahópi Tottenham í fyrsta leik þeirra á tímabilinu gegn Englandsmeisturunum. Kane, sem er fyrirliði enska landsliðsins og varafyrirliði Spurs, er sagður hafa skrópað á æfingu eftir að hann kom seint úr fríi eftir EM í sumar.
Fjarvera kappans fór illa í marga stuðningsmenn Tottenham sem sökuðu leikmann um óhollustu við uppeldisfélag sitt. Það var hins vegar ekki að sjá neitt ósættti á milli þeirra þegar Kane kom inn á í dag en bæði leikmaðurinn og stuðningsmennirnir klöppuðu fyrir hvor öðrum í lok leiks.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
⚪️ Harry Kane clapping the Tottenham Hotspur away fans at full-time and hugging Spurs head coach Nuno Espirito Santo.
💙#OneOfOurOwn!#THFC | #COYS | #WOLTOTpic.twitter.com/P85o7ZxVWw
— Last Word On Spurs🎙 (@LastWordOnSpurs) August 22, 2021