Juventus gerði jafntefli við Udinese í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Dacia vellinum.
Ronaldo byrjaði á varamannabekknum en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar.
Juve menn fóru vel af stað í leiknum og Paulo Dybala kom þeim í forystu á 3. mínútu. Juan Cuadrado tvöfaldaði forystu Juventus á 23. mínútu með föstu skoti í fjærhornið eftir dans inn á teig Udinese. Heimamenn fengu víti á 50. mínútu og Roberto Pereyra skoraði örugglega. Gerard Deulofeu fullkomnaði svo endurkomu heimamanna með marki á 83. mínútu eftir slæm mistök í vörn Juventus.
Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður og hélt hann hefði tryggt Juventus sigurinn í uppbótartíma en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Ronaldo fékk gult spjald fyrir að rífa sig úr að ofan í fagnaðarlátunum áður en VAR dæmdi markið af.
Lokatölur:
Udinese 2 – 2 Juventus
0-1 Dybala (‘3)
0-2 Cuadrado (’23)
1-2 Pereyra (’51, víti)
2-2 Deulofeu (’83)