fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Ítalski boltinn: Juventus byrjar á jafntefli – Ronaldo fékk gult fyrir að bera sig

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 19:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus gerði jafntefli við Udinese í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Dacia vellinum.

Ronaldo byrjaði á varamannabekknum en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar.

Juve menn fóru vel af stað í leiknum og Paulo Dybala kom þeim í forystu á 3. mínútu. Juan Cuadrado tvöfaldaði forystu Juventus á 23. mínútu með föstu skoti í fjærhornið eftir dans inn á teig Udinese. Heimamenn fengu víti á 50. mínútu og Roberto Pereyra skoraði örugglega. Gerard Deulofeu fullkomnaði svo endurkomu heimamanna með marki á 83. mínútu eftir slæm mistök í vörn Juventus.

Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður og hélt hann hefði tryggt Juventus sigurinn í uppbótartíma en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Ronaldo fékk gult spjald fyrir að rífa sig úr að ofan í fagnaðarlátunum áður en VAR dæmdi markið af.

Lokatölur:

Udinese 2 – 2 Juventus
0-1 Dybala (‘3)
0-2 Cuadrado (’23)
1-2 Pereyra (’51, víti)
2-2 Deulofeu (’83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“