Harry Kane er á bekknum er Tottenham leikur gegn Wolves klukkan 13 í dag. Kane hefur verið orðaður við félagsskipti til Manchester City í sumar en tíminn er að verða naumur fyrir þá bláklæddu.
City er sagt hafa boðið 100 milljónir punda í Kane fyrr í sumar, en Spurs meta leikmanninn á að minnsta kosti 150 milljónir punda.
Pep Guardiola hrósaði Gabriel Jesus, eina framherja liðsins, í hástert fyrir frammistöðu hans gegn Norwich á laugardaginn. Jesus komst ekki á blað en Brasilíumaðurinn lagði upp tvö mörk og var stöðug ógn í framlínu City.
„Hann er svo mikilvægur í mínum augum. Ekki bara í dag þegar hann stendur sig svona frábærlega, heldur á hverjum degi,“ sagði Guardiola.
„Ein af ástæðunum fyrir því að ég er þjálfari, fyrir utan titlana og bikarana er svo að ég geti unnið með mönnum eins og Jesus. Hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur.“