Breiðablik mætir liði Osijek frá Króatíu í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna.
Breiðablik vann 7-0 sigur á KÍ frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra Universitetas frá Litháen í síðustu umferð. Osijek komst í umspilið með 5-0 sigur á Breznica frá Svartfjallalandi og 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu.
Fyrri leikur liðanna fer fram 31. eða 1. september, og seinni leikurinn 8. eða 9. september. Dregið verður í riðlakeppnina 13. september