Fimm leikjum var að ljúka rétt í þessu í 2. umferð þýsku Bundesligunnar. Freiburg hafði betur gegn Haaland og félögum í Dortmund. Þá hafði Bochum betur gegn Mainz og Wolfsburg sigraði Hertha BSC. Frankfurt gerði markalaust jafntefli við Augsburg og Greuther Furth gerði 1-1 jafntefli við Bielefeld.
Margir hafa búist við því að Dortmund geri atlögu að titlinum í ár en liðið tapaði á útivelli á móti Freiburg í dag. Grifo kom Freiburg yfir strax á 6. mínútu og Sallai tvöfaldaði forystu þeirra snemma í seinni hálfleik. Keitel varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark stuttu síðar en lengra komst Dortmund ekki og niðurstaðan 2-1 sigur Freiburg.
Freiburg 2 – 1 Dortmund
1-0 V. Grifo (´6)
2-0 R. Sallai (´53)
2-1 Y. Keitel sjálfsmark (´59)
Hér að neðan má sjá úrslit úr hinum leikjunum í þýsku deildinni í dag.
Bochum 2 – 0 Mainz 05
1-0 G. Holtmann (´21)
2-0 S. Polter (´56)
Frankfurt 0 – 0 Augsburg
Greuther Furth 1 – 1 Bielefeld
0-1 F. Klos (´45)
1-1 B. Hrgota (´50)
Hertha BSC 1 – 2 Wolfsburg
1-0 D. Lukebakio (´60)
1-1 B. Baku (´73)
1-2 L. Nmecha (´88)