Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham, segir að það sé ekki hans hlutverk að sannfæra leikmenn um að vera áfram hjá félaginu.
Harry Kane hefur verið orðaður við brottför frá félaginu frá því á síðasta tímabili en leikmaðurinn vill fara til Manchester City og vinna titla. Það er ekki eini leikmaðurinn sem vill fara en Tanguy Ndombele vill ólmur komast burt frá félaginu.
„Mitt starf snýst ekki um að sannfæra leikmenn um að spila fyrir Tottenham. Mitt starf er að undirbúa leikmenn til þess að spila fyrir Tottenham,“ sagði Nuno á blaðamannafundi.
Hvorki Ndombele né Kane hafa spilað fyrir Tottenham á undirbúningstímabilinu og þeir tóku ekki þátt í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Manchester City um síðustu helgi. Óvíst er hvort að leikmennirnir fái að yfirgefa félagið í þessum félagsskiptaglugga en Tottenham vill fá góða upphæð fyrir þá félaga.