Knattspyrnufélög um alla Evrópu reyna nú að þrýsta á alla sína leikmenn að fara í bólusetningu við COVID-19 veirunni.
Félögin óttast að leikmenn sem bólusetja sig ekki fái ekki að ferðast í Evrópuleiki, svo dæmi séu tekin.
Mörg lönd taka ekki við óbólusettum farþegum og gætu knattspyrnumenn nú fallið undir þær reglur.
Fjöldi knattspyrnumanna hefur látið bólusetja sig en einhverjir hafa óttast bólusetningu, félögin reyna því að ýta við mönnum að bólusetja sig.
Bólusetningar ganga almennt vel á flestum stöðum en hvergi betur en á Íslandi þar sem stærstu hluti fólks hefur látið verja sig fyrir vágestinum.