Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan hefur skrifað undir samning við Royal Antwerp í heimalandinu.
Hann kemur frá ítalska stórliðinu Inter á frjálsri sölu og skrifar hann undir tveggja ára samning.
Hinn 33 ára gamli Nainggolan hefur verið á mála hjá Inter frá árinu 2018. Hann kom þangað frá Roma. Á þeim tíma hefur hann þó verið lánaður út til Cagliari tvisvar sinnum.
Á ferli sínum hefur Nainggolan ekki beint verið þekktur fyrir að vera fyrirmyndar atvinnumaður. Honum leiðist ekki að djamma og djúsa.
Hann á þá 30 leiki að baki fyrir A-landslið Belgíu.
Official and confirmed. Radja Nainggolan leaves Italian football as free agent to join Royal Antwerp on a two-years contract. Agreement completed yesterday and signed today. 🇧🇪 #RoyalAntwerp #transfers pic.twitter.com/akoUedwRJM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 14, 2021