fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Óskar Hrafn lætur leikmenn Aberdeen heyra það og sakar fyrirliða þeirra um einelti – Stjóri Aberdeen skýtur til baka

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 08:34

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði eftir leik liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni á fimmtudag að Scott Brown, miðjumaður skoska liðsins, væri einn virtasti eineltisseggur sem hann vissi um. Þá sakaði hann Joe Lewis, markvörð Aberdeen, um að haga sér eins og barn.

Aberdeen sló Blika út með því að sigra leikinn á fimmtudag 2-1. Þetta var seinni leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Aberdeen vann fyrri leikinn á Íslandi 2-3, einvígið því samanlagt 5-3.

Eftir fyrri leikinn gagnrýndi Óskar leikstíl Aberdeen harkalega. Hann sakaði þá um að reyna ekki að spila fótbolta og sagði einnig að hann hafi verið hissa á því hversu lélegir Skotarnir væru.

Eftir seinni leikinn skiptust leikmenn og þjálfarar liðanna svo á misvönduðum ummælum. Óskar var virkilega ósáttur með hegðun leikmanna Aberdeen.

,,Þeir komu að klefanum okkar og reyndu að komast inn. Þeir öskruðu að okkur ljótum orðum. Þeir voru virkilega ósáttir með það hvað ég sagði en að haga sér svona er barnalegt. Kannski voru orð mín of harkaleg en leikmenn Aberdeen eru fullorðnir menn.“

Óskar sneri sér svo að Brown og markverðinum, Lewis.

,,Scott Brown kom mér ekki á óvart. Hann er nú einn virtasti eineltisseggurinn. En það kom mér á óvart að 33 ára gamall markvörður þeirra hafa hagað sér eins og fimm ára barn. Scott Brown getur sagt það sem hann vill en hann má ekki koma inn í klefann okkar og áreita leikmennina okkar.“

Stephen Glass, þjálfari Aberdeen, var í viðtali eftir seinni leikinn og skaut aðeins á Óskar vegna ummæla þess síðarnefnda eftir leikinn á Íslandi,

,,Sumir hafa margt að segja og það hélt áfram eftir leik. Ég var ánægður með að við höfum ekki gagnrýnt frammistöðu hins liðsins. Ég er glaður með að við höfum náð okkar fram á vellinum. Við vorum ekki upp á okkar besta en við erum komnir áfram í næstu umferð. Ég vona að þeir hafa notið ferðalagsins til Aberdeen.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“