Manchester United hefur staðfest komu franska miðvarðarins Raphael Varane. Hann skrifar undir samning til ársins 2025.
Varane er 28 ára gamall og kemur til Man Utd frá Real Madrid. Kaupverðið er talið um 34 milljónir punda.
Miðvörðurinn hefur verið í Madríd í áratug. Þar hefur hann fjórum sinnum orðið Evrópumeistari og þrisvar sinnum Spánarmeistari.
Þá á hann að baki 79 leiki fyrir franska A-landsliðið. Hann var til að mynda hluti af heimsmeistaraliði þeirra árið 2018.
Varane var kynntur til leiks á Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Leeds í dag.
Welcome to Manchester, @RaphaelVarane 🙌🔴#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) August 14, 2021
Man United unveiled Raphael Varane in front of a full Old Trafford 👏🔴 pic.twitter.com/y9VUhanyFW
— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2021