Real Madrid byrjar tímabilið í La Liga á Spáni vel. Liðið vann öruggan útisigur á Deportivo Alaves í kvöld.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Það komu þó nóg af mörkum í seinni hálfleik.
Karim Benzema kom Real yfir á 48. mínútu. Nacho Fernandez tvöfaldaði forystuna á 56. mínútu.
Benzema var aftur á ferðinni með mark um fimm mínútum síðar.
Joselu minnkaði muninn fyrir Alaves með marki af vítapunktinum á 65. mínútu.
Vinicius Junior innsiglaði svo 1-4 sigur gestanna frá Madríd í uppótartíma.