fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Man Utd setti upp sýningu í seinni hálfleik – Bruno og Pogba frábærir

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 13:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann öruggan sigur gegn Leeds í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Það var mark Bruno Fernandes sem skildi liðin að í hálfleik.

Markið skoraði hann eftir hálftíma leik. Hann fékk þá frábæra sendingu frá Paul Pogba inn fyrir vörn Leeds. Móttaka Bruno var glæsileg og svo kom hann boltanum í netið, þrátt fyrir að Illan Meslier hafi náð að setja höndina í boltann.

Bruno Fernandes skorar. Mynd/Getty

Þrumufleygur Luke Ayling, bakvarðar Leeds, jafnaði svo leikinn snemma í seinni hálfleik. Hann smellhitti boltann þá af löngu færi og varð útkoman glæsilegt mark.

Þá setti Man Utd hins vegar í fluggírinn. Mason Greenwood kom þeim aftur yfir á 52. mínútu með marki úr þröngu færi eftir sendingu frá Pogba.

Bruno skoraði svo sitt annað mark á 54. mínútu. Enn og aftur átti Pogba stoðsendinguna.

Eftir klukkutíma leik fullkomnaði Portúgalinn svo þrennu sína. Hann afgreiddi boltann þá í markið eftir langa sendingu frá Victor Lindelöf.

Fimmta mark Man Utd skoraði Fred. Hann skoraði af stuttu færi eftir enn eina stoðsendingu Pogba.

Leeds sá aldrei til sólar í seinni hálfleiknum, fyrir utan þegar Ayling gerði glæsimarkið. Lokatölur 5-1.

Frábær byrjun hjá Man Utd. Stuðningsmenn liðsins eru væntanlega enn spenntari fyrir komandi leiktíð núna.

Frábær í dag. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“