fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Afskaplega þægilegt hjá Liverpool – Frábær Salah

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 18:26

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann mjög þægilegan útisigur gegn Norwich í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Diogo Jota kom gestunum yfir á 26. mínútu. Trent Alexander-Arnold átti þá flotta fyrirgjöf sem Mohamed Salah framlengdi á Jota sem skoraði.

Diogo Jota skorar mark sitt. Mynd/Getty

Liverpool ógnaði marki Norwich ekki mikið meira fram að hálfleik en stjórnaði hins vegar leiknum. Staðan í hálfleik var 0-1.

Gestirnir voru áfram betri aðilinn í seinni hálfleik. Á 65. mínútu tvöfaldaði Roberto Firmino forystu þeirra. Eftir skyndisókn renndi Salah boltanum á Brasilíumanninn sem skoraði auðveldlega.

Roberto Firmino fagnar í dag. Mynd/Getty

Salah innsiglaði sigurinn sjálfur með marki með flottu skoti á 74. mínútu. Frábær leikur hans.

Nýliðarnir gerðu nokkra atlögu að marki Liverpool í lok leiks en tókst ekki að klóra í bakkann. Lokatölur 0-3.

Mohamed Salah átti stórleik. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“