Virgil van Dijk hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2025. Van Dijk lék örfáa leiki á síðustu leiktíð þegar hann sleit krossband.
Liverpool saknaði stóra Hollendingsins mikið á síðustu leiktíð en líklegt er að hann byrji gegn Norwich um helgina.
„Þetta er magnað, ég er mjög stoltur af þessu,“ sagði Van Dijk eftir að hafa skrifað undir.
Van Dijk er þrítugur í dag og verður hjá Liverpool til hið minnsta 2025 þegar hann verður 34 ára gamall. Van Dijk var einn besti varnarmaður í heimi áður en hann meiddist.
„Við höfum lagt mikið á okkur og það heldur áfram, ég er spenntur fyrir framtíðinni með Liverpool,“ sagði Van Dijk.
𝗕𝗜𝗚 𝗩𝗜𝗥𝗚 ✊@VirgilvDijk has today signed a new long-term contract with the Reds 🙌
— Liverpool FC (@LFC) August 13, 2021