fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sá norski ekki í hóp og Arsenal ætlar að láta til skara skríða

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 11:00

Martin Odegaard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn norski Martin Ødegaard er ekki í leikmannahópi Real Madrid fyrir spænsku úrvalsdeildina sem hefst um helgina. Tíðindin gleðja forráðamenn Arsenal sem vilja ólmir kaupa Ødegaard.

Ødegaard var á láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð og átti góðan kafla með félaginu áður en hann hélt aftur til Spánar.

Í upphafi sumars var talið nánast útilokað að Ødegaard færi aftur til Arsenal en staðan gæti verið að breytast.

„Arsenal er tilbúið að bjóða í Ødegaard, hann hefur alltaf verið fyrsti kostur Edu og Arteta í stöðu framliggjandi miðjumanns. Um leið og Real Madrid gefur grænt ljós þá mun Arsenal leggja fram tilboð. Aouar er líka á lista en Maddisson hefur aldrei verið líklegur,“ segir Fabrizio Romano, sérfræðingur í félagaskiptum knattspyrnumanna

Ødegaard er 22 ára gamall en hann fór 16 ára til Real Madrid og var þá talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni
433Sport
Í gær

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA