Hinn norski Martin Ødegaard er ekki í leikmannahópi Real Madrid fyrir spænsku úrvalsdeildina sem hefst um helgina. Tíðindin gleðja forráðamenn Arsenal sem vilja ólmir kaupa Ødegaard.
Ødegaard var á láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð og átti góðan kafla með félaginu áður en hann hélt aftur til Spánar.
Í upphafi sumars var talið nánast útilokað að Ødegaard færi aftur til Arsenal en staðan gæti verið að breytast.
„Arsenal er tilbúið að bjóða í Ødegaard, hann hefur alltaf verið fyrsti kostur Edu og Arteta í stöðu framliggjandi miðjumanns. Um leið og Real Madrid gefur grænt ljós þá mun Arsenal leggja fram tilboð. Aouar er líka á lista en Maddisson hefur aldrei verið líklegur,“ segir Fabrizio Romano, sérfræðingur í félagaskiptum knattspyrnumanna
Ødegaard er 22 ára gamall en hann fór 16 ára til Real Madrid og var þá talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður í heimi.
Arsenal are prepared to make a bid to sign Martin Ødegaard on a permanent deal. He’s always been Edu and Arteta’s priority as number 10. ⚪️🇳🇴 #AFC
Once Real Madrid gives the green light, Arsenal will submit the proposal.
Aouar, also in the list.
Maddison, never been close. https://t.co/oJ8lAKBZ5u— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2021