Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í hóp hjá Arsenal gegn Brentford í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fer klukkan 19. Félagið hefur staðfest að markvörðurinn er veikur.
Eins og fram kom fyrr í dag eru Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette ekki heldur með vegna veikinda. Íslendingurinn bætist nú í þann hóp.
Karl Jakob Hein er varamarkvörður Arsenal í kvöld í stað Rúnars.
Byrjunarlið Arsenal má sjá hér fyrir neðan.
Introducing our first starting XI of 2021/22…
🏴 @Ben6White makes debut
🇧🇪 Sambi starts in midfield
🏴 @Balogun leads the line#️⃣ #BREARS
— Arsenal (@Arsenal) August 13, 2021