Paul Kagame, forseti Rúanda og mikill stuðningsmaður Arsenal, var allt annað en sáttur með 2-0 tap liðsins gegn Brentford í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Arsenal menn voru alls ekki sannfærandi í leiknum og áttu nýliðar Brentford sigurinn skilinn.
Kagame fór á Twitter eftir leik og lét óánægðu sína í ljós.
,,Ha?? Þetta er fótbolti, Arsenal var að tapa fyrir Brentford. Brentford átti skilið að vinna og það gerðu þeir. Burt séð frá leiknum þá á félagið og stuðningsmennirnir það ekki skilið að þurfa að venjast þessu. NEI!!! Ég segi þetta sem einn af stærstu stuðningsmönnum Arsenal. Breytingin hefur tekið of langan tíma!“
Margir vildu meina að sæti stjórans, Mikel Arteta, hafi nú þegar verið nokkuð heitt fyrir tímabil. Það er ljóst að tapið í kvöld ýtir einungis undir það.
What?? It's football,it's a loss of Arsenal at/to Brentford. Brentford deserved to win and they did. The game itself aside Arsenal and the fans don't deserve to kind of get used to this….NO !!! I say this as one of the big fans of Arsenal. The change has taken to long to come!
— Paul Kagame (@PaulKagame) August 13, 2021