Everton hefur áhuga á að fá Andreas Pereira, miðjumann Manchester United, til liðs við sig. Þetta segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.
Hinn 25 ára gamli Pereira hefur verið á mála hjá Man Utd frá árinu 2011. Hann var í unglingastarfinu fyrstu árin.
Brasilíumaðurinn eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Lazio á Ítalíu. Hann hefur einnig farið á láni til Granada og Valencia á tíma sínum í Manchester.
Mörg lið hafa áhuga á því að fá Pereira til sín á láni. Man Utd vill þó helst selja hann varanlega.