Barcelona er í krísu og hefur verið lengi, Lionel Messi yfirgaf félagið í vikunni en Barcelona hafði ekki efni á því að halda þessum magnaða leikmanni.
Stuðningsmenn Barcelona eru í sárum vegna málsins og hafa ekki mikinn áhuga á að mæta á fyrsta leik deildarinnar.
Barcelona hefur eins og önnur félög ekki geta haft stuðningsmenn í 17 mánuði vegna COVID-19. Barcelona má fá 30 þúsund á fyrsta heimaleikinn gegn Real Sociedad.
Nú þegar tveir dagar eru í fyrsta leik hefur Barcelona aðeins selt rúma 15 þúsund miða á völlinn og er það vegna þess að enginn Messi er á svæðinu.
Ronald Koeman þjálfari Barcelona er að fara inn í sitt annað tímabil með félagið sem gæti reynst snúið vegna ástandsins hjá félaginu.