Emil Hallfreðsson hefur samið við Sona Calcio í fjórðu efstu deild á Ítalíu. Frá þessu greinir Björn Már Ólafsson sérfræðingur í ítalska boltanum.
Emil er 37 ára gamall en hann lék síðustu tvö tímabil með Padova. „Úthverfalið í Verona þar sem Maicon spilaði í fyrra,“ segir Björn Már á Twitter.
Emil hefur átt magnaðan 16 ára feril í atvinnumennsku en hann gekk í raðir Tottenham árið 2005. Emil fór fyrst til Ítalíu árið 2007 og samdi þá við Reggina.
Emil hefur svo svpilað með Verona, Udinese, Frosinone og síðast Padova en nú gengur hann til liðs við Sona Calcio.
Emil var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar það gekk sem best á EM 2016 og á HM 2018.
Emil Hallfreðsson á leiðinni til (done deal skv. Transfermarkt) Sona Calcio í ítölsku D-deildinni. Úthverfalið í Verona þar sem Maicon spilaði í fyrra.
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) August 13, 2021