Eins og kom fram hjá DV í morgun eru mál Gylfa Sigurðssonar enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester-borg. Alexandra Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa, dvelur á Íslandi þessa dagana en Mannlíf ræddi við Ívar Erlendsson, föður hennar.
„Hann hefur það fínt,“ segir Ívar aðspurður um líðan Gylfa. Gylfi hefur hvorki æft né spilað með Everton síðan hann var handtekinn fyrir þremur vikum síðan en honum var sleppt eftir stutta yfirheyrslu.
Samkvæmt fréttum á Englandi heldur Gylfi sig í skjólshúsi á vegum félags hans þar sem einhver fylgist með honum.
Gylfi Þór hefur í gegnum árin verið besti knattspyrnumaður Íslands og leitt liðið í gegnum ótrúlegt tímabil og átt afar farsælan feril í ensku úrvalsdeildinni með Swansea, Tottenham og nú Everton.
Gylfi, sem er 31 árs gamall, hefur leikið 78 leiki fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim leikjum 25 mörk.