Stuðningsmenn IFK Gautaborgar virðast eiga sér nýjan uppáhalds leikmann ef marka má stóran fána sem þeir eru nú með í stúkunni.
Kolbeinn Sigþórsson kom til Gautaborgar fyrir tímabilið og hefur verið algjör lykilmaður í liði Gautaborgar.
Gautaborg er stórveldi í sænskum fótbolta en liðinu hefur ekki vegnað vel á þessu tímabili.
Stuðningsmenn Gautaborgar eru nú með stóran íslenskan fána í stúkunni á leikjum þar sem mynd af Kolbeini er.
Kolbeinn er í góðu formi fyrir landsleikina í september þar sem búast má við að hann verði í stóru hlutverki.