Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby sem vann 5-1 sigur á serbneska liðinu Cukaricki í Sambandsdeildinni í kvöld. Cukaricki vann fyrri leik liðanna 3-1 í Serbíu og átti Hammarby því mikið verk fyrir höndum.
Hammarby komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Mohanad Jeahze, Astrit Seljmani og Bjorn Paulsen. Ibrahima Ndiaye skoraði fyrir Cukaricki á 64. mínútu og staðan orðin 3-3 samanlagt. Williot Swedberg og Astrit Selmani tryggðu Hammarby sigur í einvíginu með mörkum á 67. og 72. mínútum leiksins.
Hammarby mætir annað hvort Ujpest eða Basel í umspili um sæti í riðlakeppninni.
Björn Bergmann kom inn á sem varamaður í liði Molde gegn Trabzonspor. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli í Tyrklandi.
Trabzonspor komst í forystu á 57. mínútu með marki frá Edgar lé. Björn kom inn á sem varamaður þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og jafnaði metin fyrir Molde á 97. mínútu. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Tyrkirnir höfðu betur, 4-3.
Trabzonspor mætir Roma frá Ítalíu í umspilinu.