fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Fjölmargir leikmenn Man Utd ólíklegir til að vera í hóp um helgina

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 19:43

Edinson Cavani. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mirror tók saman lista yfir níu leikmenn Manchester United sem þykja ólíklegir til að vera í hóp gegn Leeds í fyrsta leik liðanna á nýju tímabili.

Ole Gunnar Solskjaer og hans menn þykja líklegir til að gera atlögu að titlinum og binda enda á fjögurra ára titlaþurrð en félagið vann síðast titil árið 2017 undir stjórn Jose Mourinho. United fékk Jadon Sancho til félagsins í sumar á 73 milljónir punda og búist er við komu varnarmannsins Raphael Varane frá Real Madrid á næstu dögum.

United hefur gengið illa að losa sig við leikmenn og hópurinn orðinn ansi stór en þar eru meðal annars leikmenn sem hafa lítið spilað á undanförnum árum og eiga ef til vill ekki framtíðina fyrir sér hjá félaginu.

Þeir Tom Heaton, Eric Bailly, Alex Telles, Phil Jones, Juan Mata, Andreas Pereira, Jesse Lingard, Marcus Rashford og Edison Cavani þykja allir ólíkegir til að vera í hóp um helgina.

Fyrstu sex leikmennirnir á listanum verða annað hvort seldir eða í aukahlutverki á tímabilinu en Marcus Rashford er fjarverandi vegna meiðsla og Edison Cavani fékk langt frí eftir Suður-Ameríkukeppnina og missir af fyrsta leiknum gegn Leeds.

Jesse Lingard greindist með Covid og missti af síðasta leik undirbúningstímabilsins gegn Everton en framtíð hans hjá klúbbnum er enn óráðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila