Víkingur R. er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á KR í kvöld. Leikið var á Víkingsvellinum.
Viktor Örlygur Andrason kom Víkingum yfir eftir 35 mínútna leik og Nikolaj Hansen bætti við öðru markinu sex mínútum síðar. KR-ingar áttu engin vör við öflugu liði Víkinga og Erlingur Agnarsson kom heimamönnum í 3-0 með marki á 68. mínútu. Kristján Flóki Finnbogason skoraði sárabótamark fyrir KR undir lokin og 3-1 sigur Víkings R. staðreynd.
Dregið verður í 8-liða úrslitin seinna í kvöld.
Lokatölur:
Víkingur R. 3 – 1 KR
1-0 Viktor Örlygur Andrason (’35)
2-0 Nikolaj Hansen (’41)
3-0 Erlingur Agnarsson (’68)
3-1 Kristján Flóki Finnbogason (’90)