fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Lögreglan tjáir sig um málefni Gylfa Þórs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hef­ur eng­inn verið ákærður eins og er,“ seg­ir fjöl­miðlafull­trú­inn hjá lögreglunni í Manchester um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar við Morgunblaðið sem birtir grein þess efnis.

Samkvæmt lögreglunni í Manchester er rannsókn málsins enn í gangi og alls óvíst hvort gefin verði út ákæra eða ekki.

Líkt og fjallað hefur verið um áður er Gylfi Þór grunaður um brot gegn barni, sem hefur meðal annars orðið til þess að hann var sendur í leyfi frá félagi sínu Everton.

Hann var handtekinn og yfirheyrður vegna málsins í júlí en var sleppt úr haldi sama dag. Þá hafa breskur fjölmiðlar fullyrt að Gylfi harðneiti ásökunum sér á hendur.

Samkvæmt fréttum á Englandi heldur Gylfi sig í skjólshúsi á vegum félags hans Everton, þar sem einhver fylgist með honum.

Gylfi Þór hefur í gegnum árin verið besti knattspyrnumaður Íslands og leitt liðið í gegnum ótrúlegt tímabil og átt afar farsælan feril í ensku úrvalsdeildinni með Swansea, Tottenham og nú Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila