Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hefur skrifað undir tveggja ára samning við tyrkneska félagið Adana Demirspor. Félagið hefur staðfest þetta. Adana Demirspor eru nýliðar í efstu deild Tyrklands en liðið vann tyrknesku B-deildina á síðasta tímabili.
Birkir gekk til liðs við Brescia á Ítalíu í janúar í fyrra eftir stutt stopp í Katar með Al-Arabi. Þar á undan lék hann með Aston Villa á Englandi en hann hefur einnig leikið með Pescara og Sampdoria á Ítalíu sem og belgíska liðinu Standard Liege.
Mario Balotelli verður á meðal liðsfélaga Birkis hjá Adana en liðið mætir risunum í Fenerbache í fyrsta leik nýs tímabils á sunnudaginn kemur.
Kulübümüz son olarak Brescia forması giyen İzlanda Milli Takımı oyuncusu 33 yaşındaki Birkir Bjarnason ile 2 yıllık sözleşme imzalamıştır. Hoş geldin #Bjarnason! pic.twitter.com/k8JhvXDwv5
— Adana Demirspor 💺❌💺 (@AdsKulubu) August 12, 2021