Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari Esbjerg í Danmörkur. Ekstra Bladet og fleiri danskir miðlar segja frá.
Hyballa tók við starfinu í vor en hann tók við liðinu af Ólafi Kristjánssyni sem var sagt upp störfum.
Bæði Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson eru í herbúðum Esbjerg en liðið leikur í næst efstu deild.
Frá því að Hyballa tók til starfa hefur allt veirð í klessu hjá félaginu og flestir leikmenn kvartað undan honum. Þeir sendu bréf til fjölmiðla á dögunum þar sem kvartað var undan hegðun Hyballa, var meðal annars talað um nektarmyndir, hótanir og fleira í þeim dúr.
Esbjerg tapaði 5-0 gegn Lyngby um liðna helgi en Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby.