fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

,,Það verður sárt að sjá hann spila í treyju annars liðs“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 07:00

Lionel Messi og Antonella Rocuzzo, eiginkona hans. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andres Iniesta segir að það verði sárt að sjá Lionel Messi leika með öðru liði en Barcelona.

Hinn 34 ára gamli Messi er kominn til Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Argentínumaðurinn hafði verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri. Hann vildi vera áfram en félagið hafði ekki efni á að gefa honum nýjan samning vegna fjárhagsvandræða.

Messi skrifar undir tveggja ára samning við PSG en samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.

Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.

,,Ég veit ekki hvað gerðist en félagið mun þurfa að jafna sig eftir þessi félagaskipti,“ sagði Iniesta um brottför Messi frá Barcelona. Þeir léku lengi saman fyrir Katalóníustórveldið.

,,Það verður sárt að sjá hann spila í treyju annars liðs. Leo einkennir Barcelona. Hann var allt. Ég hef aldrei séð leikmann eins og hann og mun líklega aldrei gera það.“

,,Barcelona mun áfram verða eitt besta lið heims.“

Andres Iniesta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Í gær

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Í gær

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal