John Stones varð í gær þriðji launahæsti leikmaður Manchester City þegar hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið. Samningurinn færir honum 250 þúsund pund í laun á viku eða 47 milljónir íslenskra króna.
Jack Grealish sem City keypti á 100 milljónir punda á dögunum er fjórði launahæsti leikmaður félagsins með 230 þúsund pund í laun á viku samkvæmt enskum blöðum.
Kevin de Bruyne er í sérflokki hjá félaginu en hann er launahæsti leikmaður deildarinnar með 385 þúsund pund í laun á viku. Þénar snillingurinn frá Belgíu 3,5 milljarð á ári hjá City.
Raheem Sterling hefur það svo gott sem næst launahæsti leikmaður félagisns en launapakka City má sjá hér að neðan.