PSG hefur staðfest komu Lionel Messi til félagsins á frjálsri sölu. Gerir þessi magnaði leikmaður tveggja ára samning.
Messi mun skrifa undir tveggja ára samning við PSG en samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.
Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.
PSG hefur styrkt lið sitt all verulega í sumar en félagið hefur fengið Gianluigi Donnarumma, Sergio Ramos og Georginio Wijnaldum frítt og þá keypti félagið Achraf Hakimi frá Inter.
Hér að neðan má sjá fyrsta dag Messi í París og ferðalag hans til borgarinnar.