fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Sigurbjörn og Orri sektaðir – „Ósæmileg opinber ummæli“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 14:47

Sigurbjörn Hreiðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur og Orri Hjaltalín þjálfari Þórs í Lengjudeild karla hafa báðir verið sektaðir af aganefnd KSÍ.

Báðir eru sektaðir um 50 þúsund krónur.

Úrskurður um Sigurbjörn:
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 10. ágúst 2021 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar sama dag., skv. 20. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmileg opinber ummæli Sigurbjörns Arnar Hreiðarssonar þjálfara Grindavíkur í mfl. karla., í viðtali sem birtist á vefmiðlunum fótbolti.net, þann 28. júlí 2021. Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að heiðarleika dómara í leik Fjölnis og Grindavíkur í Lengjudeild karla, þann 28. júlí sl.

Ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 10. ágúst 2021 að sekta knattspyrnudeild UMFG, um kr. 50.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla Sigurbjörns Arnar.

Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að heiðarleika dómara í leik Fjölnis og Grindavíkur í Lengjudeild karla, þann 28. júlí sl.

Ummæli sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra eru eftirfarandi:

„Þetta er erfitt, það er bara erfitt að, við erum í smá brekku úrslitalega og það er vont að fara svo og spila 10 á móti 14 hérna í 70 mínútur.“
[…]

„Ég veit það ekki, en ég meina það er erfitt að spila 10 á móti 14, það er bara, það hefur alltaf verið mjög erfitt.“

Úrskurður um Orra:
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 10. ágúst var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar sama dag í samræmi við 20. gr reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmileg opinber ummæli Orra Freys Hjaltalín, þjálfara Þórs í mfl. karla., í viðtali sem birtist á vefmiðlunum fótbolti.net, þann 27. júlí 2021. Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið alvarlega vegið að heiðarleika dómara í leik Þórs og Fram í Lengjudeild karla, þann 27. júlí sl.

Ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 10. ágúst 2021 að sekta knattspyrnudeild Þórs, um kr. 50.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla Orra Freys.

Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með
þeim hafi verið alvarlega vegið að heiðarleika dómara í leik Þórs og Fram í Lengjudeild karla, þann 27. júlí sl. Ummæli sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra eru eftirfarandi:

„Vonandi fáum við bara einhverja almennilega sendingu næst, svo vil ég líka taka það fram að það er gjörsamlega galið að vera með aðstoðardómara hérna frá hinu liðinu á Akureyri þetta myndi aldrei nokkur tíman vera tekið í mál í Reykjavík, KSÍ á alveg nógu mikla peninga til að geta fengið einhvern hlutlausann í að koma hérna og dæmt þessa leiki. Ég er nú búinn að horfa á hans frammistöðu hjá okkur núna í síðustu leikjum þegar hann hefur komið hérna í sumar og hún hefur ekki verið okkur í hag ef við orðum það svona pent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Í gær

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Í gær

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool