fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Ofurbikar Evrópu: Chelsea hafði betur gegn Villareal eftir vítaspyrnukeppni

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 21:55

Leikmenn Chelsea fagna marki sínu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea mætti Villareal í Ofurbikar Evrópu í Belfast á Norður-Írlandi í kvöld. Chelsea stóð uppi sem sigurvegari eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en Chelsea menn ívið sterkari. Hakim Ziyech kom Chelsea yfir eftir tæplega hálftíma leik og var staðan 1-0 fyrir þeim ensku í hálfleik.

Villareal var sterkara liðið í seinni hálfleik og jafnaði Gerard Moreno á 73. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og þá var gripið til framlengingar og loks vítaspyrnukeppni.

Bæði lið skoruðu úr fjórum spyrnum og klúðruðu einni og þá var farið í bráðabana. Þar var Kepa hetjan í markinu er hann varði spyrnu frá Albiol en Kepa kom inn fyrir vítaspyrnukeppnina.

Chelsea 1 – 1 Villareal (6-5 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Hakim Ziyech (´27)
1-1 Gerard Moreno (´73)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut