Chelsea mætti Villareal í Ofurbikar Evrópu í Belfast á Norður-Írlandi í kvöld. Chelsea stóð uppi sem sigurvegari eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en Chelsea menn ívið sterkari. Hakim Ziyech kom Chelsea yfir eftir tæplega hálftíma leik og var staðan 1-0 fyrir þeim ensku í hálfleik.
Villareal var sterkara liðið í seinni hálfleik og jafnaði Gerard Moreno á 73. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og þá var gripið til framlengingar og loks vítaspyrnukeppni.
Bæði lið skoruðu úr fjórum spyrnum og klúðruðu einni og þá var farið í bráðabana. Þar var Kepa hetjan í markinu er hann varði spyrnu frá Albiol en Kepa kom inn fyrir vítaspyrnukeppnina.
Chelsea 1 – 1 Villareal (6-5 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Hakim Ziyech (´27)
1-1 Gerard Moreno (´73)