Þremur leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Valur, HK og ÍA tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslitin.
Valur tók á móti Völsungi á Origo vellinum en þar vann Valur öruggan 6-0 sigur. Sverrir Páll Hjaltested braut ísinn á 16. mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning fyrir Val. Heimamenn leiddu 4-0 í hálfleik og bættu tveimur við í þeim seinni.
Valur 6 – 0 Völsungur
1-0 Sverrir Páll Hjaltested (´16)
2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (´18)
3-0 Kaj Leo í Bartalsstovu (´29)
4-0 Sverrir Páll Hjaltested (´30)
5-0 Sigurður Egill Lárusson (´66)
6-0 Orri Sigurður Ómarsson (´83)
HK tók á móti KFS í Kórnum en þar sigraði HK örugglega, 7-1. Jón Arnar Barðdal kom heimamönnum yfir strax á 1. mínútu og gestirnir sáu aldrei til sólar. HK leiddi 5-1 í hálfleik og bættu HK-ingar tveimur við í seinni hálfleik.
HK 7 – 1 KFS
1-0 Jón Arnar Barðdal (´1)
2-0 Örvar Eggertsson (´16)
2-1 Víðir Þorvarðarson (´27)
3-1 Jón Arnar Barðdal (´30)
4-1 Ásgeir Marteinsson (´39)
5-1 Ásgeir Marteinsson (´45)
6-1 Bjarni Páll Linnet Runólfsson (´50)
7-1 Ívar Örn Jónsson (´85)
ÍA tók á móti FH á Norðurálsvellinum. ÍA hafði betur og sigraði 1-0. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins strax á 6. mínútu. Jónatan Ingi Jónsson fékk beint rautt spjald um miðjan seinni hálfleik. Gestirnir sóttu stíft undir lokin og áttu nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki og 1-0 sigur ÍA staðreynd.
ÍA 1 – 0 FH
1-0 Ísak Snær Þorvaldsson (´6)
Rautt spjald: Jónatan Ingi Jónsson – FH (´64)