Leikmenn Manchester United gerðu sér glaðan dag í gær, eru þeir að þjappa hópnum saman áður en tímabilið fer af stað um helgina.
United tekur á móti Leeds í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, fer leikurinn fram í hádeginu á laugardag.
Liðið hittist í kvöldverð í miðborg Manchester í gær en Jadon Sancho var þar á meðal.
Þegar leikmenn höfðu lokið við kvöldverðinn voru tveir leikmenn í vandræðum, mest voru vandræðin hjá David de Gea. Búið var að læsa einu dekkinu á Aston Martin Vantage bifreið hans, ástæðan er sú að De Gea hefur ekki borgað skatta og gjöld af bifreiðinni.
De varð að taka leigubíl heim en Luke Shaw bakvörður félagsins fékk sekt fyrir að leggja ólöglega í miðborginni en gat rúllað heim á leið.