Sergio Ramos gæti verið frá næstu tvo mánuðina samkvæmt fréttum í Frakklandi. Spænski varnarmaðurinn er sagður meiddur á læri.
Ramos kom á frjálsri sölu til PSG í sumar en hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð hjá Real Madrid.
Mikil spenna er í herbúðum PSG eftir að félagið krækti í Lionel Messi í gær en félagið hefur styrkt sig mikið í sumar.
Ramos er 35 ára gamall en hann fékk tveggja ára samning hjá PSG á meðan Real Madrid var aðeins til í að framlengja um eitt ár, vegna þeirra meiðsla sem hann hafði glímt við.
Ef marka má franska fjölmiðla er ekki líklegt að Ramos verði klár í slaginn á nýjan leik fyrr en í október.