Sjö knattspyrnufélög eru á lista yfir þau tíu íþróttafélög sem borga hæstu laun í heimi. Um er að ræða launapakkann í heild.
PSG hefur nú tekið örugga forystu í efsta sætinu eftir að félagið krækti í Lionel Messi sem verður launahæsti leikmaður félagsins. Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.
Launapakki PSG er í heild 256 milljónir punda á ári eða 45 milljarðar íslenskra króna, Real Madrid situ í öðru sætinu.
Það er enska götublaðið Daily Mail sem tekur fram en Manchester United og Chelsea komast á listann af enskum liðum.
Launapakki Barcelona lækkaði hressilega þegar Messi fór en félagið er þó áfram að borga fjórðu hæstu launin í boltanum.
Þau félög sem borga best:
7) CHELSEA – £163m
6) BAYERN MUNICH – £166m
5) JUVENTUS – £184m
4) BARCELONA – £195m
3) MANCHESTER UNITED – £201m
2) REAL MADRID – £212m
1) PSG – £256m