Lionel Messi hefur verið formlega kynntur til leiks hjá Paris Saint-Germain. Hann mun leika í treyju númer 30.
Hinn 34 ára gamli Messi hafði verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri. Hann vildi vera áfram en félagið hafði ekki efni á að gefa honum nýjan samning vegna fjárhagsvandræða.
Messi skrifar undir tveggja ára samning við PSG en samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.
Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.
Neymar, ein af stjörnum PSG og vinur Messi frá tíma þeirra saman hjá Barcelona, bauð honum að taka treyju númer 10 í hans stað. Messi lék lengst af í þeirri treyju hjá Barcelona. Argentínumaðurinn hefur greinilega afþakkað það og verður númer 30. Hann bar það númer á sínum yngri árum hjá Barcelona.
Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano birti mynd af Messi með treyju PSG á Twitter. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Þá birti félagið myndband á Twitter þar sem má sjá treyju Messi, númer 30.
Leo Messi will be unveiled tomorrow as new Paris Saint-Germain number 30. 👕🔵🔴3️⃣0️⃣ #PSG #Messi pic.twitter.com/RvqTDoq97r
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2021
A new 💎 in Paris !
PSGxMESSI ❤️💙 pic.twitter.com/2JpYSRtpCy
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) August 10, 2021