fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mikilvægur sigur Kórdrengja í toppbaráttunni – Ekkert óvænt á Ólafsvík

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Um var að ræða frestaða leiki frá því í 13. umferð.

Mikilvægur sigur Kórdrengja í toppbaráttunni

Kórdrengir tóku á móti Aftureldingu og unnu gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Þórir Rafn Þórisson kom heimamönnum yfir á 11. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Kristófer Óskar Óskarsson jafnaði leikinn fyrir Aftureldingu i byrjun seinni hálfleiks.

Sigurmarkið kom svo þegar 20 mínútur lifðu leiks. Það gerði Axel Freyr Harðarson fyrir Kórdrengi. Lokatölur 2-1.

Kórdrengir eru í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, 4 stigum á eftir ÍBV í öðru sæti. Kórdrengir eiga þó leik til góða.

Afturelding er í níunda sæti með 19 stig, þó vel fyrir ofan fallsvæðið.

Fran kláraði Ólsara í seinni hálfleik

Fram vann öruggan útisigur á Víkingi Ólafsvík. Mörkin voru þó lengi að láta sjá sig.

Heimamenn héldu toppliði deildarinnar í skefjum í fyrri hálfleik. Markalaust var að honum loknum.

Fred kom Fram hins vegar yfir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Tíu mínútum síðar fékk Emmanuel Eli Keke í liði Ólsara rautt spjald.

Fred tvöfaldaði forystu gestanna á 69. mínútu. Hlynur Atli Magnússon innsiglaði svo 0-3 sigur þeirra þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 41 stig, 9 stigum á undan ÍBV í öðru sætinu.

Víkingur Ólafsvík er límt við botninn með 2 stig, 10 stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Í gær

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Í gær

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“