fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Rán um hábjartan dag á Akranesi í gær – Landsliðsmaður blandar sér í málið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 08:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sama sagan, circusinn heldur áfram,“ skrifar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson um atvik sem átti sér stað á Akranesi í gærkvöldi. ÍA og KA áttust þar við í leik í efstu deild karla í knattspyrnu.

Skagamenn unnu frækinn sigur á HK en bæði þessi lið sitja í fallsæti, sigur Skagamanna var mikilvægur og gefur félaginu von um að kraftaverk geti átt sér og Skagamenn haldið sér í deild þeirra bestu.

ÍA tók forystuna snemma í leiknum þegar varnarmaðurinn Alex Davey skoraði og skömmu síðar virtist Gísli Laxdal Unnarsson koma Skagamönnum í 2-0. Skot hans langt fyrir utan teig fór í slánna og inn í markið, hvorki Helgi Mikael dómari eða Bryngeir Valdimarsson aðstoðarmaður hans sáu atvikið.

Það sauð á Skagamönnum eftir atvikið en þeir fóru að lokum með sigur af hólmi. Fleiri umdeild atvik áttu sér stað í leiknum þar sem dómar virtust falla með Skagamönnum.

Atvikið má sjá hér að neðan en segja má að þarna fari fram rán um hábjartan dag eins og oft er sagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina