Jurgen Klopp stjóri Liverpool er mjög ánægður með leikmannahóp sinn en útilokar ekki að láta til skara skríða á markaðnum ef eitthvað spennandi kemur upp.
Liverpool festi kaup á Ibrahima Konate varnarmanni RB Leipzig í upphafi sumars en síðan hefur verið rólegt á skrifstofu Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool hafa kallað eftir styrkingu og þá sérstaklega á miðsvæðinu þar sem Gini Wijnaldum fór frítt frá félaginu.
„Ég er mjög sáttur með hópinn, það útilokar samt ekki að við séum að skoða markaðinn,“ sagði Klopp en Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa verið að eyða stórum fjárhæðum í sumar.
„Ef ekkert gerist þá er ég mjög sáttur með hópinn sem ég hef. Ég er virkilega ánægður með leikmennina hérna.“