Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.
Kórdrengir unnu Þrótt R. á Eimskipsvellinum. Kórdrengir komust yfir á 3. mínútu þegar Hreinn Ingi Örnólfsson setti boltann í eigið net. Annað mark leiksins kom á 79. mínútu þegar Leonard Sigurðsson tvöfaldaði forystu Kórdrengja. Magnús Andri Ólafsson kórónaði frammistöðu gestana með marki í uppbótartíma og 3-0 sigur Kórdrengja niðurstaða sem er í 3. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 13 leiki. Þróttur R. er í 11. sæti með 10 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Vestri vann 2-1 útisigur á Grindavík. Pétur Bjarnason kom Vestri yfir á 8. mínútu. Oddur Ingi Bjarnason jafnaði metin fyrir Grindavík á 83. mínútu en Benedikt V. Warén skoraði sigurmark Vestri á 90. mínútu. Vestri er í 4. sæti með 25 stig eftir 15 leiki. Grindavík er í 7. sæti með 20 stig eftir 15 leiki.
Afturelding vann 2-0 sigur á Þór. Leikið var á Fagverksvellinum Varmá. Arnór Gauti Ragnarsson kom Aftureldingu yfir á 62. mínútu. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði seinna mark Aftureldingu á 85. mínútu. Afturelding er í 8. sæti með 19 stig eftir 14 leiki. Þór er í 9. sæti með jafnmörg stig eftir 15 leiki.