fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Vestri í 4. sæti eftir sigur á Grindavík

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 6. ágúst 2021 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Kórdrengir unnu Þrótt R. á Eimskipsvellinum. Kórdrengir komust yfir á 3. mínútu þegar Hreinn Ingi Örnólfsson setti boltann í eigið net. Annað mark leiksins kom á 79. mínútu þegar Leonard Sigurðsson tvöfaldaði forystu Kórdrengja. Magnús Andri Ólafsson kórónaði frammistöðu gestana með marki í uppbótartíma og 3-0 sigur Kórdrengja niðurstaða sem er í 3. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 13 leiki. Þróttur R. er í 11. sæti með 10 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Vestri vann 2-1 útisigur á Grindavík. Pétur Bjarnason kom Vestri yfir á 8. mínútu. Oddur Ingi Bjarnason jafnaði metin fyrir Grindavík á 83. mínútu en Benedikt V. Warén skoraði sigurmark Vestri á 90. mínútu. Vestri er í 4. sæti með 25 stig eftir 15 leiki. Grindavík er í 7. sæti með 20 stig eftir 15 leiki.

Afturelding vann 2-0 sigur á Þór. Leikið var á Fagverksvellinum Varmá. Arnór Gauti Ragnarsson kom Aftureldingu yfir á 62. mínútu. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði seinna mark Aftureldingu á 85. mínútu. Afturelding er í 8. sæti með 19 stig eftir 14 leiki. Þór er í 9. sæti með jafnmörg stig eftir 15 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM