fbpx
Sunnudagur 24.október 2021
433Sport

Sjáðu fyrsta viðtals Sævars Atla sem leikmaður Lyngby: ,,Miklu stærra en ég hélt“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 15:30

Sævar Atli Magnússon. Mynd/Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon fór í sitt fyrsta viðtal við heimasíðu Lyngby frá því hann gekk í raðir félagsins í dag.

Hinn 21 árs gamli Sævar Atli kemur frá Leikni Reykjavík og skrifar undir þriggja ára samning.

,,Þetta eru miklu stærra en ég hélt, völlurinn, starfsfólkið, aðstaðan. Ég kem frá litlu félagi svo ég er í smá sjokki,“ sagði Sævar Atli.

Framherjinn sagðist aðeins hafa séð til Lyngby. Honum finnst liðið gott.

,,Ég veit ekki mikið um félagið en það sýndi mér mikinn áhuga. Ég horfði á leikinn gegn Fremad Amager og liðið er með mikil gæði. Það mun taka smá tíma að komast inn í hlutina en ég held að ég verði betri í fótbolta hérna.“

Sævar Atli mun starfa með Frey Alexanderssyni hjá Lyngby. Sá síðarnefndi er þjálfari liðsins. Sævar er spenntur fyrir því að vinna með Frey.

,,Hann þjálfaði liðið mitt, Leikni. Hann var þjálfari aðalliðsins frá 2013 til 2015 og gerði frábæra hluti. Svo ég þekki hann aðeins, hann var alltaf á svæðinu. Hann er frábær þjálfari og lofar góðu.“

Lyngby mætir Esbjerg í dönsku B-deildinni á laugardag. Sævar var hissa að heyra hversu mörgum áhorfendum megi búast við á leikinn.

,,Ég heyrði að það yrðu kannski 3 þúsund manns á leiknum og það mun vera mesti fjöldi sem ég hef spilað fyrir framan. Svo ég er mjög spenntur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þýski boltinn: Öruggt hjá Bayern og Dortmund

Þýski boltinn: Öruggt hjá Bayern og Dortmund
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er launapakkinn sem Haaland krefst hjá næsta klúbbi

Þetta er launapakkinn sem Haaland krefst hjá næsta klúbbi