fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Unsworth hrósar Benitez fyrir samvinnuna með akademíunni – „Þeir þurfa að hlusta og læra af Rafa“

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 2. ágúst 2021 19:35

Rafa Benitez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Unsworth, fyrrum leikmaður og núverandi þjálfari U-23 ára liðs Everton, hvetur unga leikmenn liðsins til að hlusta á Rafa Benitez en Spánverjinn hefur reglulega heimsótt akademíuna að undanförnu. Benitez tók við þjálfarastöðunni hjá Everton í júní og fór strax í það að undirbúa liði fyrir komandi tímabil.

Nokkrir af yngri leikmönnum liðsins hafa þegar fengið að spreyta sig á undirbúningstímabilinu í leikjum fyrir luktum dyrum, og aðrir fóru með liðinu til Bandaríkjanna í síðasta mánuði.

Unsworth segir að Benitez hafi reglulega heimsótt akademíuna til að fylgjast með ungu leikmönnunum, og gefið þeim ráð varðandi hvernig þeir eiga að bregðast við ef þeir fá tækifæri með aðalliðinu.

Ég er svo ánægður að Benitez hafa gefið sér tíma í að heimsækja okkur reglulega í akademíunni,“ sagði Unsworth í viðtali við evertonfc.com. „Hann er áhugasamur um hver gæti verið nógu góður til að leika með aðalliðinu. Hann hefur verið hérna í stuttan tíma, en ég hef þegar átt góðar samræður við hann um ungu leikmennina. Þetta er frábært fyrir þá að fá þjálfara sem er svona reynslumikill. Hann er topp þjálfari og hefur unnið titla.“

„Þegar ungu strákarnir æfa með aðalliðinu þurfa þeir að njóta sín í því umhverfi. Þeir þurfa að hlusta og læra af Rafa og þjálfarateymi hans þegar þeir fá tækifæri.“

Everton er með marga góða unga leikmenn og Unsworth hefur talað um hvað hann er stoltur að sjá þá spreyta sig með aðalliðinu og vonast eftir því að sjá þá í atvinnumennskunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Í gær

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða